top of page

Íris Ingvarsdóttir

Listmeðferðarfræðingur
Art Therapist

Íris starfar sem listmeðferðarfræðingur bæði á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, síðan 2015 og er stofnandi og sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur á Miðstöð listmeðferðar frá 2013. Íris hefur starfað við listmeðferð innan grunnskóla Reykjavíkur frá 1997-2011. Einnig hefur hún starfað á líknardeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss og á einkastofu í Húsi Þerapeiu. Íris lauk meistaraprófi (MPS) í listmeðferð frá Pratt Institute í New York 1997. Hún nam við Sálfræðideild Háskóla Íslands 1983-1984. Lauk myndlistarnámi (BA) frá MHÍ 1988 og kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands 1990. Íris lauk grunnþjálfun í EMDR áfallameðferð, Level 1 og 2, 2013-2014 og námskeiði í EMDR fyrir börn 2019.

Íris hefur sérhæft sig í starfi með börnum og ungmennum sem glíma við margskonar áskoranir eins og taugaþroskaraskanir (ADHD, Tourette, Einhverfuróf) og fylgivanda taugaþroskaraskana: kvíða, depurð, streitu; Persónuleikaraskanir; Tengslaröskun/tengslavanda; Áföll og sorgarúrvinnslu; Kynhneigð/kynvitund.

Íris hefur lengi unnið mál fyrir og í samvinnu við Barnaverndir og Þjónustumiðstöðvar. Íris vinnur náið með foreldrum og forsjáaðilum barna. 

iris@mlm.is


849-3215
Íris Ingvarsdóttir
bottom of page