top of page
Birna Matthíasdóttir
Listmeðferðarfræðingur
Art Therapist
Birna Matthíasdóttir útskrifaðist sem listmeðferðarfræðingur árið 1998 frá Queen Margaret University, Edinborg, Skotlandi. Birna hefur áratuga reynslu af því að vinna meðferðastarf með börnum og unglingum með tilfinninga-, hegðunar- og, félagslegan vanda. Hún hefur unnið sjálfstætt á eigin stofu, innan skólakerfisins og inn á stofnunum þar sem hún hefur bæði unnið með einstaklingum og hópum. Undanfarin 12 ár hefur hún unnið sem listmeðferðarfræðingur á átröskunardeild Landspítalans, fullorðinsgeðsviði, þar sem hún vann með einstaklingum og hópum. Hluti af þeirri vinnu var að vinna með aðstandendum bæði í fræðsluhópum fyrir aðstandendur og í fjölskyldumeðferð. Birna hefur mikla reynslu af meðferðarvinnu með fólki sem hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum. Birna er núna starfandi í Foreldrahúsi þar sem unnið er að jafnaði heildstætt með alla fjölskylduna.
birna@foreldrahus.is
659-5502
bottom of page