top of page

Jóna Þórsdóttir

Músíkmeðferðarfræðingur
Music Therapist

Jóna útskrifaðist sem kandidat í músíkmeðferð frá Álaborgarháskóla í Danmörku 1990 og lauk diplomanámi í tónmenntakennslu yngri barna frá Esbjerg Konservatorium 1999.


Framan af starfaði Jóna sem tónmenntakennari fyrir börn í grunnskóla og músíkmeðferðarfræðingur fyrir börn og fullorðna með þroskahamlanir bæði í Danmörku og Zambíu. 

Frá 2005 hefur hún starfað sem tónlistarsérkennari og músíkmeðferðarfræðingur hjá Tónstofu Valgerðar með börnum og fullorðnum einstaklingum með margskonar þroskahamlanir. 


Jóna hefur sinnt músíkmeðferð á Landakoti með einstaklingum með heilabilanir frá 2018-2022 og haustið 2022 byrjaði hún sem músíkmeðferðarfræðingur á Hjúkrunarheimilinu Eir og sinnir þar einstaklingum með heilabilanir. 


Á Landakoti tók hún þátt í rannsókn á áhrifum músíkmeðferðar á líðan sjúklinga með heilabilun og eru niðurstöður aðgengilegar á skemman.is

https://skemman.is/bitstream/1946/39771/1/MSritgerdfyrirskemmu.pdfjthorsdottir@gmail.com

gsm: 616 7983Jóna Þórsdóttir
bottom of page