top of page
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir
Músíkmeðferðarfræðingur Music Therapist
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir er músíkmeðferðafræðingur, GIM fellow og kennari.
Perla lauk MA námi í músíkmeðferð við Álaborgarháskóla árið 2006 og námi í GIM (Guided Imagery and Music) árið 2008. Þar að auki lauk hún námi í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri 2014.
Perla hefur starfað við Verkmenntaskóla Austurlands við kennslu og nemendaþjónustu síðan 2009, auk þess sem hún hefur sinnt músíkmeðferð meðfram þeirri vinnu. Skjólstæðingahópar hafa m.a. verið fólk með heilabilun, börn á einhverfurófi og fullorðnir sem glíma við erfiðleika í lífinu svo sem veikindi og áföll. Perla hefur m.a. unnið fyrir VIRK, Austurbrú, Starfsendurhæfingu Austurlands og Krabbameinsfélag Austurlands.
bottom of page