top of page
Valgerður Jónsdóttir
Músíkmeðferðarfræðingur
Music Therapist
Dr. Valgerður Jónsdóttir hefur starfað sem músíkmeðferðarfræðingur frá árinu 1987 er hún stofnaði Tónstofu Valgerðar og hóf störf á Barna- og unglingageðdeild LSH. En þar starfaði hún til ársins 2009. Í Tónstofunni starfar Valgerður sem skólastjóri, tónlistarsérkennari og músíkmeðferðarfræðingur. Valgerður lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1980. Árið 1987 lauk hún bakkalárprófi í tónmenntakennslu og músíkmeðferð frá University of Kansas og University of Texas Medical Branch og hlaut bandarísk starfsréttindi sem músíkmeðferðarfræðingur sama ár. Vorið 2004 lauk hún meistaraprófi í músíkmeðferð frá Norges Musikkhøgskole í Osló. Valgerður varði doktorsritgerð sína við Álaborgarháskóla í nóvember 2011. Valgerður var einn af stofnendum Félags músíkmeðferðarfræðinga á Íslandi (Físmús) og formaður félagsins frá stofnun þess árið 1997 til ársins 2011. Hún er fulltrúi Íslands í The European Music Therapy Confederation (EMTC). Valgerður hefur kennt og haldið fjölda fyrirlestra hérlendis og erlendis um tónlistarsálfræði, músíkmeðferð og tónlistarsérkennslu. Rannsóknarsvið Valgerðar er Tónræn umönnun (Music-caring) fyrir einstaklinga á öllum aldri sem glíma við áskoranir í lífi sínu vegna áfalla, sjúkdóma eða fatlana.
tonsvj@mmedia.is
+354 862-2040
bottom of page