Inga Björk Ingadóttir
Músíkmeðferðarfræðingur
Music Therapist
Inga Björk Ingadóttir er stofnandi og eigandi Hljómu í Hafnarfirði.
Hún lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 1999. Þá nam hún músíkmeðferð í Berlín frá 2001 - 2006. Í kjölfarið starfaði hún við músíkmeðferð í Þýskalandi og Austurríki á hinum ýmsu stofnunum, bæði á heilbrigðis - og uppeldissviði.
Frá árinu 2011 hefur Inga Björk starfað á Íslandi við músíkmeðferð.
Starfssvið hennar hafa m.a. verið :
- vinna með börnum og ungmennum með áskoranir af fjölbreyttum toga
- vinna með börnum og fullorðnum með málörðugleika
- vinna með börnum og fullorðnum með hreyfihamlanir
- vinna með skjólstæðingum með heilabilunarsjúkdóma
- nýsköpun og tónlistarkennsla yngsta tónlistarfólksins.
Ásamt starfi sínu í Hljómu sinnir Inga Björk sértækri tónlistarkennslu í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla Kópavogs.
865 5856