top of page

Sólveig Katrín Jónsdóttir

Listmeðferðarfræðingur
Art Therapist

Sólveig Katrín lauk meistaranámi (MSc) úr listmeðferð frá Queen Margaret University í Edinborg árið 2004. Hún lauk B.Ed kennaranámi með áherslu á myndlist frá Kennaraháskóla Íslands árið 2002. Eftir að hún lauk námi kom hún upp listmeðferð á Kleppi árið 2005 þar sem hún vann með fullorðnum með geðraskanir til ársins 2009. Hún vann á endurhæfingarteymi Klepps á þeim árum. Árið 2005 stofnaði hún ásamt tveimur öðrum, Listmeðferðarstofuna Sköpun sem hefur verið starfrækt síðan. Einnig stofnaði hún ásamt Margréti Gísladóttur Prismu meðferðarmiðstöð fyrir átraskanir, árið 2006, þar sem áhersla var að vinna þverfaglega með fólk sem glímir við átraskanir. Hún vann einnig á geðsviði LSH á átröskunardeildinni á þeim tíma. Sólveig starfaði sem listmeðferðarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild 2011 og frá 2016-2018 og sinnti hún börnum með ýmsan vanda þar ásamt því að starfa á einkastofu sinni sem nú er staðsett í Miðstöð listmeðferðar Dugguvogi 10. Sólveig Katrín vinnur nú á einkastofu sinni og hefur unnið bæði með börnum, unglingum og fullorðnum. Börnum og unglingum sem hafa orðið fyrir áföllum, skilnaði, einelti, sorg, tilfinningavanda eins og þunglyndi og kvíða. Einnig unglingum með átraskanir og einstaklinga sem eru með greiningar eins og adhd, þroskaraskanir og eru á einhverfurófinu. Einnig hefur hún unnið með fullorðnum sem eru að kljást við tilfinningavanda eða eru að takast á við geðræn vandamál. Sólveig Katrín býður einnig upp á námskeið fyrir fullorðna til sjálfsræktar, Málað frá hjartanu og hefur verið með þau ár hvert frá árinu 2006. Hún hefur verið með vinnustofu í Norrænu Listmeðferðarráðstefnunni, Diversity in Creative Arts therapies sem haldin var á Íslandi árið 2018. Sólveig hefur unnið mál á einkastofu frá einkaaðilum ásamt tilvísunum frá þjónstumiðstöðvum borgarinnar og Barnavernd sveitafélaganna.



 

solveigkatrin@gmail.com



696-3343




Sólveig Katrín Jónsdóttir
bottom of page