top of page

Unnur G. Óttarsdóttir

Listmeðferðarfræðingur
Art Therapist

Dr. Unnur G. Óttarsdóttir hefur starfað við listmeðferð á ýmsum stofnunum og á eigin listmeðferðarstofu frá 1991. Unnur lauk doktorsprófi í listmeðferð frá University of Hertfordshire í Englandi, meistaraprófi frá Pratt Institute í New York, kennaraprófi (B.Ed.) frá Kennaraháskóla Íslands og BA og MA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur sérhæft sig í listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir erfiðri reynslu og áföllum. Unnur stundar rannsóknir og fræðistörf í Reykjavíkur Akademíunni og hefur hún skrifað ritrýndar fræðigreinar og bókakafla um listmeðferð, námslistmeðferð og minnisteikningar. Rannsóknarsvið Unnar eru listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum, námslistmeðferð, teikningar og minni ásamt tengslum samtímalistar og listmeðferðar. Unnur er stundakennari við Listaháskóla Íslands og kennir hún einnig listmeðferð við Símenntun Háskólans á Akureyri. Hefur hún flutt fjöldann allan af fræðsluerindum og kennt um listmeðferð og námslistmeðferð á ráðstefnum, í ýmsum háskólum og stofnunum hérlendis og erlendis. 


 

unnur@unnurarttherapy.is

867-0277Unnur G. Óttarsdóttir
bottom of page