
Skapandi meðferðir

Dansmeðferð
Dansmeðferð er sálfræðileg notkun hreyfingar til að stuðla að tilfinningalegri, félagslegri, vitrænni og líkamlegri aðlögun einstaklingsins í þeim tilgangi að bæta heilsu og vellíðan.
Leiklistarmeðferð
Leiklistarmeðferð er gagnleg fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélög sem glíma við umskipti, missi, félagslega stimplun, einangrun og átök.

Listmeðferð
Listmeðferð er meðferð sem byggist á sálfræðikenningum og sköpun. Sálfræðikenningar, sbr. tengslakenningar, þroskakenningar, samkenndarnálgun, hugræn nálgun, núvitund og leiðir í myndsköpun miðast við þá skjólstæðingahópa sem unnið er með hverju sinni.

Ljóðlistarmeðferð
Ljóðlistarmeðferð byggir á notkun ljóða, sagna, lagatexta, myndmáls og myndlíkinga til að auðvelda persónulegan vöxt, lækningu og meiri sjálfsvitund.

Músikmeðferð
Í músíkmeðferð er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga beitt til að auka vellíðan eða endurnýja, viðhalda og þróa andlega og líkamlega heilsu og/eða getu.