top of page

LISTMEÐFERÐ | ART THERAPY

Listmeðferð er meðferð sem byggist á sálfræðikenningum og sköpun.
 
Sálfræðikenningar, sbr. tengslakenningar, þroskakenningar, samkenndarnálgun, hugræn nálgun, núvitund og leiðir í myndsköpun miðast við þá skjólstæðingahópa sem unnið er með hverju sinni.

LISTMEÐFERÐ   |   ART THERAPY

Í listmeðferð er skjólstæðingnum skapað rými til persónulegrar tjáningar á tilfinningum og hugarheimi með fjölbreytilegum myndlistarefnivið í öruggu umhverfi undir umsjón listmeðferðarfræðings. Í vinnuferlinu er ekkert rétt eða rangt og því engin þörf á færni eða reynslu í myndsköpun. 
 
Tilgangur meðferðarinnar er að vinna með tilfinningar og líðan í gegnum ýmiss konar efnivið, form, sköpun og samtal – og alls ekki að skapa fullkomin listaverk. Það skiptir máli hvaða merkingu hver og einn leggur í myndverk sitt og listmeðferðarfræðingurinn hjálpar skjólstæðingnum að skoða hug sinn þar að lútandi. Þessar aðstæður geta hjálpað við að vinna á táknrænan hátt úr erfiðri lífsreynslu, setja orð á tilfinningar og hugsanir og einnig örvað sköpunargáfu, sjálfstraust og virðingu fyrir eigin hæfileikum og getu.  
 
Skjólstæðingar listmeðferðafræðinga eru á öllum aldri; einstaklingar sem glíma m.a. við geðræn vandamál, hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum eða eru að glíma við sjúkdóma eða fatlanir. Bæði er unnið með einstaklingum og hópum.
 
Munurinn á listmeðferð og myndlistarkennslu
 
Starf myndlistarkennarans miðast við það sem lagt er fyrir í námskrá. Hann kennir hina formlægu/hlutlægu og fagurfræðilegu uppbyggingu myndmálsins. Einnig kennir fræði hann um myndlistarefnin, tækniaðferðir, notkun áhalda og efna, strauma og stefnur í listasögu, listgagnrýni og undirbýr nemendur sem listnjótendur.
 
Listmeðferðarfræðingurinn leggur áherslu á vinnuferlið sjálft og samband sitt við skjólstæðinginn. Hann veitir tilfinningalegum viðbrögðum, hegðun og vinnulagi athygli. Einnig rýnir hann í hvernig skjólstæðingurinn upplifir verk sitt, innihald verksins og hvað skjólstæðingurinn hefur um myndverkið að segja. Í meðferðarsambandinu skapast mikilvægt öryggi og traust milli skjólstæðings og listmeðferðarfræðings. Í listmeðferð er áherslan á hvernig skjólstæðingurinn upplifir sjálfan sig, þarfir sínar og eigin vanda. Myndsköpunarferlið og sambandið við listmeðferðarfræðinginn getur hjálpað skjólstæðingnum að tjá ýmsar tilfinningar og hugsanir sem hann kemur ekki í orð og þannig öðlast nýjan skilning á sjálfum sér.
 
Listmeðferðarfræðingurinn skoðar persónuleg einkenni og þroskaþætti sem birtast í listaverkinu og hjálpar viðkomandi að vinna með þær tilfinningar sem koma upp á yfirborðið.
 
Munurinn á listmeðferð og iðju-/þroskaþjálfun
 
Fleiri stéttir nota myndlist í vinnu með einstaklingum og má þar nefna þroska- og iðjuþjálfa en hjá þeim er áherslan á þjálfunarþáttinn, þ.e. að nota þær leiðir sem myndlistin býður upp á sem þjálfunartæki hvað varðar m.a. fínhreyfingar, skynjun og sjálfseflingu. Myndlistin getur einnig verið notuð sem leið til að efla félagsfærni og tómstundaiðkun.
 
Leiðbeiningar um verk unnin í listmeðferð
Þau verk sem unnin eru í listmeðferð eru meðhöndluð sem meðferðargögn og eru ávallt geymd á öruggum stað á meðan meðferð stendur yfir. Það er skjólstæðingurinn sjálfur sem ákveður hvernig farið er með hans persónulegu verk og það er mikilvægt að hafa í huga að listmeðferðarfræðingurinn hefur einnig umsjón með myndum af verkunum í virkri meðferð. Þess má geta að skjólstæðingur deilir ekki myndum úr meðferðartíma á samfélagsmiðlum. 
 
 
What is Art Therapy?
 
Art Therapy facilitates a creative, therapeutic process that is based on psychotherapy and art expression. Given very diversified groups of clients, Art Therapists adopt a variety of theories in their work, including attachment-based psychotherapy, development theory, compassion-focused, cognitive analytic therapies and mindfulness.
 
A qualified Art Therapist provides their client a safe platform to freely express their thoughts and feelings through a vast number of different art materials. The client needs no prior experience of art work as the quality of the end result is immaterial. What matters is the path to creation, and to utilise it to process difficult feelings and to enforce a positive self image. The imagery produced is very diverse and provides the client a way to express feelings and experience that may be too complex or too hurtful to articulate. The process is very personal and the Art Therapist‘s role is to assist the client in identifying the meaning and purpose of the imagery being created.
 
Art Therapy clients are of different ages. Some are dealing with mental health issues while others have been traumatised, or are battling physical diseases or handicaps.
 
Art Therapy is provided both in private and group sessions.

bottom of page