top of page

MUSIC THERAPY

"Music expresses that which cannot be said and on which it is impossible to be silent." - Victor Hugo

MUSIC THERAPY

Músíkmeðferð byggir á vísindum sem tengjast ýmsum vísindasviðum náið, einkum læknisfræði, félagsvísindum, sálfræði, tónfræði og kennslufræði.

Í músíkmeðferð er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga beitt til að auka vellíðan eða endurnýja, viðhalda og þróa andlega og líkamlega heilsu og/eða getu. Sérstök tón- og hljóðáreiti, eða eiginleikar og eðlisþættir tóna og hljóða, og tengsl sem myndast í tónlistarreynslunni eru notuð af sérfræðingi í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í meðferð, kennslu og endurhæfingu fólks sem á við líkamleg, andleg og félagsleg vandamál eða fötlun að stríða.

Ekki er krafist tónlistarkunnáttu. Músíkmeðferð snýst um að tengjast, tjá sig og eiga samskipti í gegnum tónlist. Tónlist er ekki markmið í tónlistarmeðferð heldur leið að markmiði.

Dæmi um markmið:
Að efla líkamlegan, vitsmunalegan, skynrænan, sálrænan og félagslegan þroska. Efling sjálfsvitundar, Þróa hæfni til að tjá tilfinningar og þarfir, Virkja lífskraft og sköpunarmátt, Efling sjálfstrausts og sjálfsvirðingar, Bæta sjálfsstjórn, Bæta félagsfærni og getu til að mynda tengsl, Bæta hæfni til slökunar, Auka lífsgæði, Efling félagslegrar þátttöku.

Músíkmeðferðarfræðingar starfa með einstaklingum á öllum aldri sem og aðstandendum þeirra og/eða umönnunaraðilum.

Starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Hérlendis hafa músíkmeðferðarfræðingar starfað á ýmsum deildum Landspítala - háskólasjúkrahúss, í skólum, á öldrunar- og hjúkrunarheimilum og á eigin stofum.

bottom of page